Stórkostleg ítölsk súpa

Ásdís Ásgeirsdóttir

Þessi súpa er úr smiðju Ásdísar Ásgeirsdóttur sem fór á sérlegt námskeið í ítalskri matargerð lengst uppi í App­enína­fjöll­um Ítal­íu í Em­ilia Romagna-héraði. Þar voru kennd réttu hand­tök­in í eld­hús­inu hjá konu að nafni Stef­ania Torri og með út­sýni yfir dali og fjöll voru galdraðir fram ljúf­feng­ir en jafn­framt auðveld­ir klass­ísk­ir ít­alsk­ir rétt­ir. 

Sjá frétt mbl.is: Matarævintýri í ítalskri sveit

Þessi brauðsúpa er frábær og að sjálfsögðu ein ítölsk og hugsast getur.

Pappa al pomodoro (ítölsk brauðsúpa)
  • 300 g tuscan-brauð (eða svipað, t.d. baquette-brauð eða eitthvert hvítt ítalskt brauð. Kjörið að nýta „gamalt“ brauð.)
  • 750 g sósa, úr tómötum, t.d. passata
  • 1-1½ l grænmetissoð
  • 2 hvítlauksrif
  • basil
  • ólífuolía
  • salt og pipar

Aðferð:

Skerið brauðið í sneiðar og bakið í ofni þar til það er gullinbrúnt. Takið hvítlauksrifin og nuddið þeim við volgt brauðið. Setjið sneiðarnar í pott. Hellið yfir þær tómatsósunni og grænmetissoðinu. Bætið út í salti, pipar og basilíku eftir smekk. Látið malla í 50 mínútur á lágum hita. Þessi súpa er mjög seðjandi og tilvalin á köldum haustkvöldum.

Ásdís Ásgeirsdóttir
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka