Líklega besta sveppasósa sem ég hef bragðað!

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Sósur eru mögulega mikilvægasti hluti máltíðarinnar og fátt er betra en vel heppnuð sveppasósa. Hvað þá þegar nokkuð magnaður matreiðslumaður hefur við þig samband og segir frá því að hann hafi lagað líklega bestu sveppasósu sem hann hafi bragðað.

Þá er lítið annað að gera en að deila uppskriftinni og prófa enda erum við í endalausri leit að fullkomnum ekki satt.

Téður matreiðslumaður er enginn annar en Læknirinn í eldhúsinu, eða Ragnar Freyr Ingvarsson. Færsluna alla um sósuna og það sem með henni var eldað má lesa HÉR.

Kyngimögnuð sveppasósa

  • 250 g sveppir
  • handfylli þurrkaðir sveppir (týndir í haust í Kjósinni)
  • villisveppaostur
  • 1 laukur
  • 4 hvítlauksrif
  • 500 ml nautasoð
  • 250 ml rjómi
  • smjör til steikingar
  • salt og pipar

AÐFERÐ:

  1. Skar niður laukinn, hvítlaukinn og sveppina og karmelliseraði við meðalhita þangað til að þeir tóku fallegan lit.
  2. Vakti þurrkuðu sveppina í heitu vatni. Við það þenjast þeir út aftur. Skellti þeim svo saman við sósuna ásamt vökvanum af sveppunum.
  3. Bætti svo nautasoði saman við og sauð niður um tæpan helming.
  4. Skar svo niður einn sveppaost og bætti við sósuna. Og svo rjómann. Smakkaði til með salti og pipar.
  5. Þetta endaði sem ein bragðmesta sveppasósa sem ég hef gert - sveppabragðið var kyngimagnað.
mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert