Mögulega næsta saumaklúbbsídýfa

Spínatídýfa sem verður að smakkast.
Spínatídýfa sem verður að smakkast. mbl.is/Delish

Kvenkynsþjóðin þekkir það vel að hitta vinkvennahópinn svona sirka einu sinni í mánuði og oftar en ekki er boðið upp á eitthvert „mums“, því við elskum allar að gúffa í okkur á meðan við slúðrum um allt og ekkert.

Spínatídýfa í opnu brauði

    • 2 bollar sýrður rjómi
    • 1 bréf ranch salat dressing mix
    • 300 g hakkað frosið spínat, þiðnað og vatnið að mestu tekið úr
    • ¼ bolli saxaður laukur
    • ¾ tsk. basilika
    • ½ tsk. oregano
    • Brauð
    • Grænmeti

Aðferð:

    1. Blandið öllum hráefnum saman í skál (fyrir utan brauðið og grænmetið) og setjið í kæli í klukkutíma.
    2. Skerið toppinn af brauðhleifnum og leggið til hliðar. Takið brauð innan úr hleifnum en skiljið eftir þykka „skel“, og skerið umfram brauðið í hæfilega stóra munnbita.
    3. Fyllið hleifinn með ídýfunni og setjið á stóran disk. Raðið brauðbitum og niðurskornu grænmeti í kring og berið fram.
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert