Götubitahátíð Íslands fer fram um helgina

Ljósmynd/Aðsend

Reykjavik Street food kynnir Götubitahátíð Íslands á miðbakkanum 18. og 19. júlí í samstarfi við Símann, Stólpa Gáma og Reykjavíkurborg.

Götubitahátíð Íslands (Iceland Street Food Festival) verður haldin í annað sinn á Miðbakkanum helgina 18. og 19. júlí.  Þarna verða saman komnir allir helstu söluaðilar landsins er sérhæfa sig í götubita (street food). Yfir tuttugu matarvagnar vera á staðnum auk söluaðila í gámum, leiktæki, hoppukastalar fyrir börnin ásamt körfuboltakeppni. Einnig verður bjórbíllinn og bubbluvagninn á svæðinu. Að sögn aðstandenda er um að ræða nokkurskonar árshátíð götubitans á Íslandi og hefur hátíðin stimplað sig inn sem einn af stærstu matarviðburðum landsins. 

Samhliða hátíðinni verður haldin keppnin „Besti Götubiti Íslandsi“ og er þetta unnið í samstarfi við European Street Food Awards og verður keppt í nokkrum skemmtilegum flokkum - besti grænmetisrétturinn, besti smábitinn, Götubiti Fólksins, besta framsetningin (útlit á vagn / bás og framsetning á mat) og svo Besti Götubitinn 2020.  Í fyrra þá sigraði Fish & Chips Vagninn „Besti Götubitinn 2019“ og Jömm sigraði „Götubiti fólksins“ en Jömm fóru í framhaldi til Malmö að keppa fyrir Íslands hönd á European Street Food Awards.

Götubitahátíðin fer fram á laugardag frá 12.00-21.30 og á sunnudag frá 13.00-18.00.  Allar nánari upplýsingar er að finna inná facebook síðu Reykjavik Street Food. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert