Nýjum hugmyndum hellt í glas

Nýr kokteilaseðill er mættur á Geysi.
Nýr kokteilaseðill er mættur á Geysi. mbl.is/Hótel Geysir

Við fögnum alltaf nýjungum og nýverið bætti Hótel Geysir í Haukadal við sig úrval af nýjum tegundum af kokteilum sem sögur fara af.

mbl.is/Hótel Geysir

Þannig vildi til að tveir barþjónar á staðnum settust á skólabekk og mættu til leiks fullir af innblæstri og hugmyndum sem hafa verið settar í glas og fást nú á nýjum drykkjarmatseðli hótelsins.

Við settum okkur í samband við Elínu Svöfu Thoroddsen, sem er ein af eigendum ferðaþjónustunnar á Geysi og spurðum nánar út í seðilinn. „Við höfum bætt við fjölda kokteila og aukið úrvalið til muna“, segir Elín Svafa. „Ég er með einn persónulegan kokteil á seðli sem kallst ‚Dirty Elín‘, og mæli heilshugar með að smakka hann - en drykkurinn inniheldur Tanqueray gin, lime, bláberjasíróp og prosecco. Yfir sumarið á heitum dögum eru spritzarnir vinsælir, eins Mules, Sours og Gimlets – þá sem fordrykkir fyrir mat. Ég persónulega mæli einnig með Martini eftir matinn, en það er einn sem er ótrúlega spennandi og kallast ‚Sweet Glacier‘ – eða Jöklalíkjör, Kahlúa, Larsen koníak og súkkulaðibitter,“ segir Elín Svafa að lokum en ljóst er að kokteilamenning landsins er öflug og sífellt er að bæta í.

mbl.is/Hótel Geysir
mbl.is/Hótel Geysir
mbl.is/Hótel Geysir
mbl.is/Hótel Geysir
Elín Svafa Thoroddsen.
Elín Svafa Thoroddsen. mbl.is/Saga Sig
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert