Grænkálssalat með eplum og heslihnetum

Ljúffengt grænkálssalat er alltaf góð hugmynd.
Ljúffengt grænkálssalat er alltaf góð hugmynd. mbl.is/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Sniðugt og hollt salat sem hægt er að hafa sem léttan rétt með góðu brauði en það passar líka sem meðlæti með kjöti og fiski. 

Grænkálssalat með eplum og heslihnetum

fyrir 2-4

  • 150 g grænkál, stilkur tekinn frá og saxað heldur smátt
  • 50 g heslihnetur, ristaðar og saxaðar
  • 1 stórt Fiji epli, saxað í strimla
  • 3 msk. þurrkuð trönuber
  • 150 g harður bragðmikill ostur, t.d. Cheddar, skorinn í teninga
  • 6 msk. gæða ólífuolía
  • 3-4 msk. appelsínusafi
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 1 hvítlauksgeiri, pressaður
  • salt
  • 20-30 g parmesan ostur, rifinn

Aðferð: 

  1. Blandið öllu hráefninu í stóra skál og útbúið salatsósuna.
  2. Setjið olíu og hvítlauk í skál og blandið, bætið appelsínu og sítrónusafa saman við og smakkið til með salti.
  3. Hellið sósunni yfir salatið og blandið vel þannig að sósan þekji vel grænkálsblöðin, smakkið til.
  4. Rífið ferskan parmesanost yfir og berið fram með góðu súrdeigsbrauði eða hafið sem meðlæti með öðrum mat.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert