Þetta eru jólaeftirréttirnir í ár

Ljósmynd/Sweet Aurora

Bakaríið Sweet Aurora í miðborg Reykjavíkur (Bergstaðastræti 14) er mögulega best geymda leyndarmál borgarinnar. Þar er að finna kökur sem eru svo guðdómlegar að fólk hefur sést fara grátandi út - eða svo gott sem.

Bakaríið er hugarfóstur hinnar frönsku Aurore Pelier Cady sem meðal annars safnaði fé til að láta drauminn sinn rætast á Karolina Fund.

Nú hefur draumurinn orðið að veruleika og þeir sem hafa smakkað dásemdirnar sem þar eru bakaðar segjast sjaldan hafa smakkað annað eins. Einnig býður Aurore upp á námskeið í kökugerð - bæði fyrir einstaklinga og hópa.

Við rákum augun í jólaeftirréttakökurnar og getum eiginlega ekki ákveðið hvað okkur langar mest í. Reikna má með að best sé að panta kökurnar fyrirfram en ef þið viljið slá í gegn við matarborðið um jólin þá mælum við með kökum frá Sweet Aurora.

Heimasíðu Sweet Aurora er hægt að nálgast HÉR.

Ljósmynd/Sweet Aurora
Ljósmynd/Sweet Aurora
Ljósmynd/Sweet Aurora
Ljósmynd/Sweet Aurora
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert