Landafræðikunnátta í molum

Fleiri bandarísk ungmenni geta fundið á landakorti eyjuna, þar sem síðasta Survivor-þáttaröð gerðist, en Afganistan, Írak eða Ísrael.

Þetta er niðurstaða könnunar sem bandaríska tímaritið National Geographic lét gera.

Lagðar voru landafræðispurningar fyrir 3250 ungmenni á aldrinum 18-24 ára í Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Svíþjóð, Bretlandi og Japan.

Aðeins 17% af bandarísku ungmennunum gátu fundið Afganistan á korti þótt landið hafi verið í fréttum nánast stöðugt í rúmt ár. Enn færri gátu bent á Írak eða Íran á korti af Miðausturlöndum og Asíu.

Þá gátu aðeins 14% Bandaríkjamannanna fundið Ísrael. Raunar gátu aðeins 25% af úrtakinu í heild fundið landið og um 30% ungmennanna gátu ekki bent á Kyrrahaf, þótt það nái yfir þriðjung af yfirborði jarðar.

Það Evrópuríki sem flestir Bandaríkjamenn þekktu var Ítalía, sennilega vegna stígvélalögunarinnar. Og 34% ungra Bandaríkjamanna gátu fundið eyjuna í Suður-Kyrrahafi þar sem síðasta þáttaröð Survivorþáttanna gerðist. Þá gátu 9 af hverjum tíu Bandaríkjamanna bent á Bandaríkin á korti.

Margir ungir Bandaríkjamenn vissu ekki hvað Bandaríkjamenn eru margir. Um 30% þeirra töldu þá vera 1-2 milljarða eða um þriðjung mannkyns. Þátttakendur í flestum öðrum löndum stóðu sig betur þegar þeir voru beðnir um að segja hve margir byggju í heimalandi sínu.

„Þessar niðurstöður koma á óvart og á margan hátt eru þær dapurlegar," sagði John Fahey forseti National Geographic stofnunarinnar.

Ungmenni í Svíþjóð, Þýskalandi og Ítalíu stóðu sig best og svöruðu um 70% af spurningunum rétt. Á eftir þeim komu Frakkar, Japanar og Bretar en Kanadamenn, Bandaríkjamenn og Mexíkóar svöruðu innan við helmingi spurninganna rétt.

National Geographic

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson