Hollendingar fá ekki að lesa um Tönju Grotter

Forsíða bókar um Tönju Grotter.
Forsíða bókar um Tönju Grotter.

Dómstóll í Amsterdam hefur sett lögbann á útgáfu rússneskrar bókar sem þykir ódulin stæling á bókum breska rithöfundarins J.K. Rowling um galdrastrákinn Harry Potter. Sögðu dómararnir ljóst að margt væri líkt með Harry Potter og Tönju Grotter, söguhetju rússnesku bókarinnar, og var hollenskum útgefanda bannað að dreifa um 7 þúsund eintökum sem prentuð hafa verið af bókinni í hollenskri þýðingu.

Dómurinn hafnaði þeim rökum að um væri að ræða skopstælingu á bókunum um Harry Potter. Bækurnar um Tönju Grotter njóta vinsælda í Rússlandi og hafa selst yfir 1 milljón eintaka af þeim en hollenski dómstóllinn taldi að útgáfa bókanna í Hollandi myndi brjóta í bága við lög um höfundarrétt og skrásett vörumerki.

Bókin sem til stóð að gefa út í Hollandi, Tanja Grotter og töfrabassinn, og fleiri slíkar bækur sem gefnar hafa verið út í Rússlandi, fjalla um 11 ára gamla stúlku sem flýgur um á töfrabassa, líkt og Harry Potter á kústskafti.

Grotter á margt sameiginlegt með Potter. Hún er með gleraugu og hefur óvenjulegt einkenni á andlitinu, fæðingarblett á nefinu. Þá fjalla bækurnar um galdra en Tanja gengur í Tibidokhs galdraskólann.

Höfundur bókanna hefur sagt að bækur sínar séu algerlega sjálfstæðar og eigi rætur í rússneskum þjóðsögum og menningu en þær séu einnig að hluta til skopstæling á bókunum um Harry Potter. Útlit bókanna er einnig mjög svipað og bókanna um Harry Potter.

Von er á nýrri bók um Harry Potter, þeirri fimmtu, eftir miðnætti 21. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson