Sakfelld fyrir svindl í enskum spurningaþætti

Charles Ingram, major, sem hér kemur til dómhússins í Lundúnum …
Charles Ingram, major, sem hér kemur til dómhússins í Lundúnum ásamt Diane konu sinni, var fundinn sekur um að svindla í spurningaþætti. AP

Tveir karlmenn og ein kona hafa verið fundin sek um að svindla í spurningaþættinum Viltu vinna milljón? í Englandi. Breskur kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að maður, sem vann milljón pund í þættinum, hefði fengið aðstoð frá öðrum manni í salnum sem hóstaði samkvæmt ákveðnu kerfi þegar réttu svörin við spurningunum voru lesin upp. Þá var eiginkona annars mannsins fundin sek um að hafa skipulagt svindlið. Hjónin voru bæði dæmd í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi en þriðji maðurinn í árs fangelsi, skilorðsbundið.

Hjónin Charles og Diana Ingram, sem bæði eru 39 ára gömul, voru ákærð fyrir að svindla í þættinum með hjálp háskólakennarans Tecwen Whittock. Kviðdómur fann hjónin og Tecwen Whittock sek í dag en öll þrjú neituðu sekt.

Geoffrey Rivlin dómari sagði að um væri að ræða mjög óvenjulegt mál. Saksóknarar sögðu að Whittock, sem er 53 ára og búsettur í Cardiff í Wales, hefði hóstað samkvæmt ákveðnu kerfi til að láta Ingram vita hver réttu svörin við spurningunum voru. Whittock var einnig meðal keppenda en hafði ekki komist í „spurningastólinn“.

Fram kom að öðrum keppendum og starfsmönnum sjónvarpsins hefði þótt hóstaköst kennarans grunsamleg. Kona Ingrams var ákærð fyrir að hafa skipulagt svindlið en í ljós kom að hún hafði rætt nokkrum sinnum við Whittock í síma fyrir þáttinn. Charles Ingram sagðist hins vegar ekki þekkja Whittock.

Verjandi Ingrams sagði að saksóknarar hefðu ekki tekið tillit til þess að Whittock hóstaði einnig þegar röng svör voru lesin upp og hafi stundum ekki hóstað þegar rétt svör voru lesin. Læknir sagði fyrir rétti að Whittock væri með ofnæmi, heymæði og asma og þurrt loftið í sjónvarpssal gæti aukið á þau áhrif.

Ingram vann milljón pund í þættinum en vinningurinn var ekki greiddur út vegna grunsemdanna um að brögð hefðu verið í tafli. Þá hefur sjónvarpsþátturinn ekki verið sendur út.

Diana Ingram hafði áður komið fram í þættinum og vann þá 32 þúsund pund eða jafnvirði um 3,8 milljóna króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson