Fötin klippt af Yoko Ono

Yoko Ono.
Yoko Ono. AP

Yoko Ono, ekkja Johns Lennons, mun flytja gerning á sviði í París í næstu viku. Um er að ræða verk sem nefnist Cut Piece, en Ono flutti það fyrst í Japan fyrir tæpum fjórum áratugum og er því ætlað að vinna að framgangi friðar í heiminum.

Ono, sem er sjötug að aldri, mun standa ein á svipi Ranelagh leikhússins og biðja áhorfendur að klippa stykki úr fötum hennar með skærum. Eiga þátttakendur að tileinka klæðisbútana einhverjum sem þeir elska. Þegar Ono flutti fyrst þennan gjörnin árið 1964 í Japan og þá stóð hún á endanum allsnakin eftir á sviðinu.

„Cut Piece táknar þrá mína eftir friði í heiminum. Ég var í uppnámi og reið þegar ég flutti verkið fyrst árið 1964. Í þetta skipti flyt ég það vegna ástar minnar á ykkur, mér og heiminum," sagði Ono í yfirlýsingu.

Sýning á ljósmyndum, kvikmyndum, innsetningum og öðrum munum frá Ono verður í nýlistasafninu í París frá 28. september.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson