Let It Be gefin út án aukahljóða

Framhlið Let It Be.
Framhlið Let It Be.

Ný útgáfa plötunnar Let It Be með Bítlunum verður gefin út í nóvember, að sögn Apple Corp, útgáfufélags hljómsveitarinnar. Mun platan heita Let It Be...Naked, og hafa þar verið fjarlægð aukahljóðfæri og raddir sem Phil Spector bætti við upphaflegu upptökurnar áður en platan var fyrst gefin út árið 1969. Nýja platan verður því í samræmi við hugmyndir Pauls McCartney á sínum tíma.

„Þetta er hljóðið sem við bjuggum til í hljóðverinu," segir McCartney um nýju útgáfuna. „Þetta er nákvæmlega eins og við spiluðum þar."

Lögin á nýju útgáfunni verða að mestu leyti þau sömu og á upphaflegu plötunni, þar sem m.a. má finna lögin Let It Be, The Long and Winding Road, Get Back og Across the Universe. Samræðubrot, lögin Dig It og Maggie Mae hafa verið fjarlægð en laginu Don't Let Me Down verið bætt við, að sögn Apple Corps.

Lögin á Let It Be voru flest tekin upp árið 1969. Upphaflega hugmyndin var að gefa út plötu sem átti að heita Get Back, þar sem Bítlarnir snéru aftur til uppruna síns sem fjögurra manna rokksveit og léku lögin án aðstoðar tæknibrellna. En upptökurnar voru lagðar til hliðar og ekki teknar fram aftur fyrr en komið var að því að frumsýna samnefnda kvikmynd. Þá fékk John Lennon Spector til að yfirfara upptökurnar og meðhöndla þær þannig að þær yrðu nothæfar á plötu. Þetta var gert án vilja McCartneys og leiddi m.a. til þess að hann lýsti því opinberlega yfir að hljómsveitin væri hætt. Það var einkum útsetning Spectors á laginu The Long and Winding Road, sem fór fyrir brjóstið á McCartney.

Ringo Starr sagði nýlega í samtali við tímaritið Rolling Stone að Paul hefði ávallt verið andvígur Spector. „Ég sagði honum nýlega: Þú hafðir rétt fyrir þér eina ferðina enn. Þetta hljómar frábærlega án Phils. Og það er satt."

Spector komst nýlega í fréttir af öðru tilefni, en hugsanlegt er að hann sætu ákæru vegna dauða konu á heimili hans í Los Angeles í febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson