Bítlarnir efstir og áhrifamestir

Bítlarnir á ofanverðum 7. áratug síðustu aldar.
Bítlarnir á ofanverðum 7. áratug síðustu aldar. AP

Hópur annálaðra tónlistarmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Bítlarnir séu mestu rokkstjörnur síðastliðinna fimmtíu ára.

Bruce Springsteen, Edge gítarleikari U2, Chrissie Hynde söngkona Pretenders og Moby voru á meðal þeirra 55 tónlistarmanna sem tóku þátt í valinu á fimmtíu áhrifamestu tónlistarmönnunum sem fram fór á vegum Rolling Stone magazine. Pete Townsend úr The Who, Art Garfunkel og Slash fyrrum gítarleikari Guns N' Roses tóku einnig þátt í könnuninni.

Á eftir Bítlunum voru nefndir til sögunnar þeir Bob Dylan og Elvis Presley. Aretha Franklin, sem varð 62 ára á dögunum, hafnaði í níunda sæti - en hún var eina konan sem komst á topp tíu listann.

Könnunin spannaði fimmtíu ár eða fyrstu fimmtíu árin af rokki og róli. Upphaf tímabilsins er rakið til 5. júlí árið 1954 - daginn sem Elvis hljóðritaði lagið That's All Right í Memphis.

Nokkrir tónlistarmannanna sem tóku þátt í könnuninni hripuðu niður texta í því skyni að vegsama sinn uppáhaldstónlistarmann.

Elvis Costello sagði að Bítlarnir hefðu hljómað ólíkt öllu öðru þegar hann fyrst heyrði í þeim árið 1962. "Þeir höfðu þá þegar tekið upp á arma sína lög efti Buddy Holly, The Everly Brothers og Chuck Berry, en þeir sömdu einnig lög sjálfir," ritaði Costello. "Þeir gerðu það að viðtekinni venju að semja sitt eigið efni."

Britney Spears skrifaði um Madonnu: "Ég myndi án nokkurs vafa ekki vera að gera það sem ég er að gera í dag nema vegna Madonnu."

Listinn er svohljóðandi:

The Beatles

Bob Dylan

Elvis Presley

The Rolling Stones

Chuck Berry

Jimi Hendrix

James Brown

Little Richard

Aretha Franklin

Ray Charles

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson