Bowie með klemmda taug og aflýsir tónleikum

David Bowie.
David Bowie.

Breska poppstjarnan David Bowie var lagður inn á sjúkrahús í Þýskalandi en hann var með klemmda taug. Bowie neyddist því til að afboða komu sína á tónlistarhátíð um helgina, að því er skipuleggjendur hennar greindu frá í dag.

Bowie, 57 ára, lauk atriði sínu á Hurricane-hátíðinni í bænum Scheessel í N-Þýskalandi á föstudagskvöld en kvartaði síðan undan sárum verk í öxl. Hann var meðhöndlaður á sjúkrahúsi í bænum og lá inni yfir nóttina.

Bowie varð síðan að afboða komu sína á Southside-hátíðina í Neuhausen ob Eck, í S-Þýskalandi, en þar komu m.a. fram PJ Harvey og hljómsveitin The Cure.

Þá varð Bowie að hætta að syngja og spila á tónleikum í Prag í Tékklandi á miðvikudag vegna verks í öxl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson