Bush náðar kalkúnana Brauð og Sósu

George W. Bush horfist í augu við kalkúninn Brauð í …
George W. Bush horfist í augu við kalkúninn Brauð í Rósagarðinum við Hvíta húsið í dag. AP

Hefð er fyrir því í Bandaríkjunum, að forseti landsins „náði" á hverju ári kalkún, sem ella myndi hafna á borðum forsetafjölskyldunnar á þakkargjörðarhátíðinni. George W. Bush, forseti, brá ekki út af þeirri venju og í dag kom hann út í Rósagarðinn við Hvíta húsið ásamt Dick Cheney, varaforseta, og gaf tveimur kalkúnum líf.

Kalkúnarnir, sem gefið var líf í dag, voru valdir af almenningi á Netinu. Þeir nefnast Biscuits og Gravy, eða Brauð og Sósa, og voru aldir upp á búgarði í Mathias í Virginíu.

Bush líkti kalkúnakeppninni við nýafstaðnar forsetakosningar og sagði að baráttan hefði verið hörð í ýmsum lykilríkjum. Þá sagði hann að ósvífin kvikmynd hefði haft áhrif á keppnina, Fareinheit 375 gráður 10 mínútur á pund, og vísaði þar til myndarinnar Fahrenheit 9/11 eftir Michael Moore, þar sem viðbrögð Bush við hryðjuverkaárásunum 2001 voru gagnrýnd.

Á meðan Bush flutti ræðu sína gogguðu fuglarnir tveir í runnana í Rósagarðinum. Á eftir hélt Bush á öðrum þeirra svo ljósmyndarar gætu tekið myndir og gætti þess að halda fast í háls fuglsins minnugur þess, að fyrir þremur árum goggaði kalkúnn óþyrmilega í hann.

Fuglarnir munu fá að dvelja á bóndabýli í Virginíu það sem eftir er ævinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson