John Travolta viðurkennir að hann sé bindindismaður

John Travolta.
John Travolta. mbl.is

Bandaríski leikarinn John Travolta hefur viðurkennt að hann sé alger bindindismaður. Rétt eftir að hafin var umfangsmikil bjórauglýsingaherferð fyrir Heineken með hann í aðalhlutverki.

Hann sagði serbnesku tímariti í viðtali að hann hafi hætt að drekka fyrir fullt og allt eftir að hafa farið einu sinni á fyllirí.

„Eftir það gerði ég mér grein fyrir því að alkóhól væri ekki fyrir mig,“ segir hann í viðtalinu. Frá þessu greinir Ananova.com.

„Ég drekk vatn með matnum. Stundum fæ ég mér te, en oftast drekk ég bara vatn.“

Heinekenverksmiðjurnar hollensku hafa veitt stórfé í auglýsingaherferð, í samstarfi við bandarísku kvikmyndaverin MGM og 20th Century Fox, fyrir kvikmyndina Be Cool, sem er framhald myndarinnar Get Shorty, og í auglýsingunum kemur Travolta fram í hlutverki Chilis Palmers, sem hann fer með í báðum myndunum.

Talsmaður Heineken vildi ekkert segja um hvort hætt yrði að sýna auglýsingarnar, og ekki heldur tjá sig um hvort Travolta hafi drukkið litað vatn við tökurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir