MR vann Söngkeppni framhaldsskólanna

Hrund Ósk Árnadóttir syngur til sigurs.
Hrund Ósk Árnadóttir syngur til sigurs. mbl.is/Skapti

Mikið var sungið og fallega í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugardagskvöldið þegar þar fór fram Söngkeppni framhaldsskólanema að viðstöddum um 2000 áhorfendum sem skemmtu sér konunglega. Var það mál manna að keppendahópurinn hefði staðið sig afar vel, enda sagði formaður dómnefndar verkefni hennar mjög erfitt.

En eins og jafnan í keppni fagnar einn sigri og að þessi sinni var það Hrund Ósk Árnadóttir úr Menntaskólanum í Reykjavík sem þótti standa sig best með lagið Sagan af Gunnu, en Dagný Elísa Halldórsdóttir úr Verkmenntaskólanum á Akureyri varð í öðru sæti, eftir hnífjafna keppni, en hún söng lagið Hvað liggur á? Þess má geta að Dagný Elísa sigraði í símakosningu þar sem almenningur kaus sinn sigurvegara, og fékk sérstök verðlaun fyrir það.

Hrund Ósk, sem verður tvítug eftir nokkra daga, söng lagið Sagan af Gunnu sem fyrr segir; erlent lag sem Dee Dee Bridgewater söng á sínum tíma en Kristín Svava Tómasdóttir þýddi textann. Með Hrund komu fram systurnar Sigurbjörg Sæunn og Elín Vigdís Guðmundsdætur, dansarar, og Kristján Daðason, sem lék á trompet.

Rætt er við Hrund Ósk og fleiri í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson