Gleðiþáttur með Ladda, Gísla Rúnari og Jörundi

Jörundur, Laddi og Gísli Rúnar verða með þátt á Bylgjunni …
Jörundur, Laddi og Gísli Rúnar verða með þátt á Bylgjunni í sumar.

Í dag, laugardaginn 11. júní, fer nýr þáttur í loftið á Bylgjunni, Gleðifréttir frá Gleðistofu Íslands. Þættinum stjórna þrír af okkar ástsælustu grínleikurum, Laddi, Gísli Rúnar og Jörundur Guðmundsson. Gísli Rúnar segir að þátturinn verði eins og spegilmynd af dagskrá í útvarpi og sjónvarpi að undanskildu öllu venjulegu pólitísku dægurþrasi.

"Við gerum grín að öllu mögulegu eins og "innhringiþáttum" og viðtalsþáttum auk þess sem kunnuglegir útvarpsmenn og þjóðkunnir Íslendingar ganga aftur. Þeir helstu eru Jonni Jonnason, Sigurður G. Ómarsson á Málstöðinni og Búbbi Marteins trúbador." En hvað kemur til að þrír gamalreyndir grínarar ákveða að byrja með þátt á Bylgjunni?

"Það er nú ekki gott að segja. Við vorum með tilbúið efni og Bylgjuna vantaði efni svo að þeir stukku bara á þetta. Venjulega er svona efni ekki lengra en fimm mínútur en þættirnir okkar verða heilar tuttugu mínútur. Síðan verða endurfluttar minni einingar í vikunni á eftir." Gísli segir að það sé enginn einn rauður þráður í þáttunum fyrir utan þann að fá fólk til að hlæja.

"Það heppnast síðan misjafnlega en maður vonar bara það besta. Maður verður alltaf að miða við það sem manni sjálfum finnst fyndið og vona síðan að það rími við húmor annarra."

Eins og áður sagði fer fyrsti þátturinn í loftið í dag og hefst hann á slaginu 11.30.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson