Svanakjóll Bjarkar boðinn upp á Netinu

Björk í svanakjólnum margfræga.
Björk í svanakjólnum margfræga. AP

Svanakjóllinn sem Björk Guðmundsdóttir klæddist við afhendingu Óskarsverðlaunanna í Los Angeles árið 2001, og vakti mikla athygli, er meðal tískuvarnings fræga fólksins sem senn verður boðinn upp á Netinu. Ágóðinn af uppboðinu rennur til alþjóðlegu hjálparsamtakanna Oxfam.

Oxfam skýrðu frá því í dag að kjóllinn væri meðal þess varnings sem boðinn verður upp á uppboðsvefnum eBay, en alls verða um 150 hlutir boðnir upp.

Björk vakti gríðarlega athygli þegar hún mætti til Óskarsverðlaunaafhendingar í Svanakjólnum, en hann var hannaður af Marjan Pejoski. Kjóllinn er samsettur úr einskonar fjaðrapilsi og eftirlíking af svanshálsi sem Björk hafði um hálsinn við verðlaunaafhendinguna. Hvíldi höfuð fuglsins á brjósti tónlistarkonunnar.

Meðal annarra muna sem boðnir verða upp eru skyrta sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lagði til, sólgleraugu úr eigu Yoko Ono, há gervileðurstígvél fatahönnuðarins Stellu McCartney og skellinöðruhjálmur breska popparans Damon Albarn.

Rose Marsh, talskona Oxfam sagðist búast við því að safnarar eða „tískusinnað fólk“ ætti eftir að sýna svanakjól Bjarkar mikinn áhuga. „Þetta er hlutur sem er eiginlega ómetanlegur,“ sagði hún. „Við vitum enn ekki hversu miklir peningar fást fyrir munina en ef tilboðsstríð hefst um kjól Bjarkar gæti þeir orðið umtalsverðir,“ bætti hún við.

Uppboðið hefst 18. september næstkomandi og stendur í vikutíma, en það fer fram á sama tíma og tískuvikan í Lundúnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson