Aðþrengdar eiginkonur: Bree fær fyrir ferðina

Marcia Cross.
Marcia Cross.

Aðdáendur aðþrengdu eiginkvennanna í samnefndum sjónvarpsþáttum mega búast við stórum tíðindum í nýrri þáttaröð sem hóf göngu sína í bandarísku sjónvarpi nú í vikunni. Framleiðandi þáttanna hefur látið hafa eftir sér að ofurhúsmóðirin Bree Van De Kamp, sem Marcia Cross leikur, verði fórnarlambið í skelfilegum hefndaraðgerðum.

Frá þessu greinir Ananova.com og hefur eftir Daily Mirror.

Í fyrstu þáttaröðinni sendi Bree Andrew son sinn í unglingabúðir, og í nýju röðinni hefnir hann sín á henni fyrir það og segir framleiðandinn, Marc Cherry, að hefnd Andrews verði með því illilegasta sem sést hafi í sjónvarpi. „Andrew er mjög illa við hana. Hann hefnir sín á henni. Við ætlum að hafa þetta verulega illilegt. Ég á eftir að fá kvartanir,“ segir Cherry.

Ekki mun liggja fyrir hvenær sýningar á nýju þáttaröðinni hefjast hjá íslenska ríkissjónvarpinu.

Auk þessara frétta um að Bree muni fá fyrir ferðina hjá syni sínum hefur spurst út að Courtney Cox, sem lék Monicu í Vinum, mun verða í gestahlutverki í Aðþrengdum, og leiki þar konu sem strýkur af geðsjúkrahúsi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson