Iceland Airwaves: Hápunkturinn að fara timbraður í Bláa lónið

Bjarni Lárus Hall, söngvari hljómsveitarinnar Jeff Who? á Iceland Airwaves.
Bjarni Lárus Hall, söngvari hljómsveitarinnar Jeff Who? á Iceland Airwaves. Morgunblaðið/Sigurjón Guðjónsson

Fjallað var um Airwaves tónlistarhátíðina á heimasíðu MTV sjónvarpsstöðvarinnar í gær. Segir í fréttinni að 360 daga á ári búi 290.000 manns á Íslandi, en hina fimm dagana opni landið sig fyrir rokkurum og öðrum tónlistarmönnum sem koma til hinnar frábæru hátíðar. Samkvæmt blaðamanni var kynþokki þema hátíðarinnar og fannst honum hljómsveitir á borð við Juliette and the Licks, Fiery Furnaces, Junior Senior, the (International) Noise Conspiracy og The Zutons standa fyllilega undir þemanu.

Blaðamanni fannst skemmtilegt að geta farið á tónleika seint um nótt, þar sem sumar hljómsveitir stigu ekki á stokk fyrr en um 2:30. Bestu íslensku hljómsveitirnar að mati hans voru Apparat Organ Quartet, Singapore Sling og Gus Gus.

Hápunktur hátíðarinnar að mati blaðamanns var þó þegar tónlistarmennirnir og aðdáendur þeirra yfirgáfu borgina og fóru ásamt timburmönnum sínum í Bláa lónið. Það sé eitthvað sem ekki gerist í New York.

Segir í greininni að hátíðin sé tækifæri fyrir Ísland að komast á heimskortið í tónlistarheiminum og með henni sé möguleiki fyrir íslenskar hljómsveitir til þess að kynna sig í útlöndum, og fyrir erlendar hljómsveitir að kynna sig á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson