Heimur mörgæsanna vinsælasta myndin á Októberbíófest

Októberbíófest lauk formlega í gær. Hátíðin hefur staðið yfir frá 26. október í Háskólabíói og Regnboga og sóttu 15.500 manns hátíðina. Ferðalag mörgæsanna, (La Marche De L’empereur) var valin besta hátíðarinnar af gestum hennar. Þetta þýðir að Luc Jacquet, sem var einn af gestum hátíðarinnar, er handhafi Jökuls II og verður nú hafist handa við að koma Jökli í hendur Luc Jacquet. Þegar Luc Jacquet var á Íslandi tók hann eftir veggspjöldum með Jökli og fannst hann mjög áhugaverður, spurði út í hann og hafði gaman af, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Topp 5 í áhorfendakosningunni endaði svona:

1. La Marche De L’empereur
2. Kung Fu Hustle
3. Drabet
4. Aristocrats
5. Voces Inocentes
Ferðalag mörgæsarinnar var einnig aðsóknarhæsta kvikmynd hátíðarinnar. Hún er nú þegar orðin aðsóknarhæsta franska mynd sögunnar, önnur aðsóknarhæsta heimildarmynd sögunnar (á eftir Fahrenheit 9/11) og er á góðri leið með að slá öll hagnaðarmet sögunnar, að því er fram kemur í tilkynningu.

Fimm aðsóknarhæstu myndirnar voru:

1. La Marche De L’empereur
2. Corpse Bride
3. Drabet
4. Adams Æbler
5. Guy X
Það skal tekið fram að myndin Hostel var ekki gjaldgeng, hvorki í kosningu né aðsóknarlista, þar sem hún var lokamynd og aðeins sýnd 3 síðustu daga hátíðarinnar á aðeins 2 sýningum.

Samstarf við Tarantino

„Gaman er frá því að segja að allir erlendu gestir hátíðarinnar voru yfir sig hrifnir af landi og þjóð. Ber þar helst að nefna Quentin Tarantino sem skemmti sér vel hér á landi í tæpa viku. Fullyrti hann að þetta væri langskemmtilegasta hátíð sem hann hefur nokkru sinni heimsótt og lýsti hann því yfir við okkur að hann vildi endilega starfa með Iceland Film Festival í framtíðinni. Var byrjað að reifa ýmsar hugmyndir áður en hann fór af landi brott og ef allt gengur eftir verður fyrsta samstarverkefnið IFF og QT, tveggja daga kvikmyndahátíð í kringum næstu áramót, þar sem Tarantino velur myndirnar úr sínu einkasafni.

Kappinn er með risavaxna filmugeymslu heima hjá sér og á ótrúlegt safn af kvikmyndum á filmum og myndi hann senda sín persónulegu eintök af filmunum til sýningar hérlendis. Hann myndi vera á staðnum við sýningar þeirra og fjalla um þær milli sýninga auk þess að svara spurningum áhorfenda. Hér um að ræða myndir sem hafa veitt honum innblástur og mótað sem kvikmyndargerðarmann og um einstaklega spennandi atburð að ræða fyrir íslenska bíómenningu. Og líklegt er að fleiri góðir gestir myndu fylgja honum til landsins í tilefni hátíðarinnar.

Í framhaldinu er svo stefnt á frekara og reglulegt samstarf við Tarantino í kringum stærri atburði, segir ennfremur í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir