Lögreglan veitti dráttarvél eftirför

Átján ára breskur drengur, Gareth Legge, var dæmdur í sex mánaða fangelsi og missti ökuréttindin í þrjú ár eftir að hafa ekið dráttarvél sem hann tók í leyfisleysi ölvaður og próflaus. Hann stöðvaði vélina ekki þegar lögreglan bað hann um það því hann ók ljóslaus með kerru og upphófst eltingaleikur eftir hraðbraut í Devon í suður Englandi. Sex lögreglubílar og þyrla tóku þátt í eftirförinni sem náði 19 kílómetra hraða er hæst stóð.

Þrisvar reyndi lögreglan að stöðva drenginn á dráttarvélinni með naglabrettum en náðu aldrei að stinga göt á þykk dráttarvéladekkin og tvisvar reyndi Legge að bakka á lögreglumennina sem eltu hann.

Einnig miðaði drengurinn dráttarvélinni á fótgangandi lögreglumenn sem áttu fótum fjör að launa. Að lokum stöðvaðist dráttarvélin nærri bænum Newton Abbot þar sem landbúnaðarverkamaðurinn ungi mældist langt yfir áfengismörkum og var handtekinn.

Legge játaði sig sekan um að stofna öðrum í umferðinni í hættu, aka undir áhrifum, aka á ökutæki sem hann var ekki tryggður fyrir, aka án ökuréttinda og að hafa tekið ökutækið í leyfisleysi. Hann sagðist ekki muna mikið eftir atvikinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson