Langamma sektuð um 10 þúsund krónur fyrir að vera of lengi yfir götuna

Rúmlega áttræð langamma í Los Angeles í Bandaríkjunum er komin í heimsfréttirnar fyrir að hafa fengið um tíu þúsund króna sekt fyrir að vera of lengi að fara yfir gangbraut á fjölfarinni götu í borginni. Hafa henni borist baráttu- og stuðningskveðjur víða að úr heiminum.

„Ég hef engan áhuga á allri þessari athygli,“ sagði langamman, Mayvis Coyle, í gær. „En ég hef ekkert á móti þessu ef það má verða til þess að umferðarljósunum verður breytt og virðing borin fyrir öldruðu fólki.“

Lögreglan í Los Angeles segir að Coyle hafi lagt af stað yfir fjölfarna götu í San Fernando Valley eftir að kviknaði hafði á rauða kallinum. Segist lögreglan vera með átak gegn fólki sem fari yfir á rauðu eða ekki á gangbraut vegna þess að sífellt fleiri bíði bana í slysum sem af slíku hljótist.

Coyle segist hafa lagt af stað yfir götuna með stafinn sinn í annarri hendi og nýlenduvörur í hinni á meðan enn logaði á græna kallinum. Hún ætlar ekki að borga sektina. Skrifstofa borgarlögmanns kveðst hafa málið til athugunar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson