Læknar hafa áhyggjur af heilsu Blaine

Blaine ræðir við áhugasama háskólanema en hljóðnema og litlum hátalara …
Blaine ræðir við áhugasama háskólanema en hljóðnema og litlum hátalara var komið fyrir í öndunargrímu sem hann ber þannig að hann getur rætt við fólk utan kúlunnar. Reuters

Sjónhverfingamaðurinn David Blaine, sem enn dvelur í 2,5 metra háu „gullfiskabúri“ og heldur lífi með því að fá súrefni og næringu um slöngur, verður færður undir læknishendur að þrekrauninni lokinni. Blaine hóf dvölina þriðjudaginn s.l. og ætlar að hafast við í vatnsfylltu búrinu í eina viku. Húðin er tekin að flagna af honum og læknar hafa miklar áhyggjur af heilsu hans.

Talsmaður Blaine segir hann þó staðráðinn í því að ljúka þrekrauninni þó svo hún sé afar áhættusöm. Blaine gæti orðið fyrir taugaskemmdum, liðið gæti yfir hann og húðin farið afar illa. Honum hefur gengið illa að sofa og segir Blaine að hann finni til sársauka í húðinni líkt og hann sé stunginn stanslaust með nálum. Mestar áhyggjur hafa læknar af því hversu mikið húðin hefur flagnað af höndum Blaine.

Því gæti það orðið illmögulegt að handjárna töframanninn á seinasta degi, eins og hann hefur beðið um, við tugi kílóa af keðjum og láta hann síga aftur ofan í búrið. Þar ætlar hann að losa sig úr járnunum og halda í sér andanum í tæpar níu mínútur. Blaine gekkst undir þrotlausa þjálfun fyrir þrekraunina, missti ein 23 kg í því skyni að líkaminn nýtti súrefnisbirgðir sínar betur. Fréttavefur BBC greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir