Sigur rokksins, Finnlands og Lordi

Hr. Lordi svarar spurningum blaðamanna í Aþenu í gærkvöldi.
Hr. Lordi svarar spurningum blaðamanna í Aþenu í gærkvöldi. Reuters

„Þetta var sigur rokksins, Finnlands og Lordi - og víðsýnarinnar" sagði herra Lordi, kampakátur á blaðamannafundi í Aþenu í nótt eftir að finnska skrímslasveitin Lordi hafði sigrað í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. „Þungarokksveitir telja að við spilum rokk, rokksveitir telja að við spilum þungarokk. En loks hefur Finnland unnið og við höfum vonandi sýnt fram á að það eru til fleiri tegundir af tónlist en popp og ballöður," bætti hann við.

Þetta var í fyrsta skipti sem Finnar sigra í Evróvision og Lordi setti raunar stigamet, fékk 292 stig í undanúrslitunum og úrslitunum og bættu met Rúslönu hinnar úkraínsku sem fékk 280 stig árið 2004.

Félagarnir í Lordi klæðast allir ófrýnilegum grímubúningum og raunveruleg nöfn þeirra eru ekki nefnd. Þegar hr. Lordi var spurður hvað væri undir grímunum svaraði hann: Hvaða grímum? „Ég stofnaði sveitina fyrir 14 árum og fyrir 12 árum datt mér skrímslin í hug. Þetta eru vinnufötin okkar. Þetta er ekki ósvipað jólasveininum; ef ég tæki af mér grímuna myndi það eyðileggja sjónhverfinguna. Þetta eru persónurnar og við skiljum þær eftir uppi á sviði. Það eykur á ævintýrið, þetta er Lordi."

Hr. Lordi heitir réttu nafni Tomi Putaansuu og er frá Lapplandi. Hann er 32 ára gamall en byrjaði að mála sig í framan með snyrtivöru móður sinnar þegar hann var 7 ára og hóf að búa til hryllingsmyndir með myndbandstökuvél foreldra sinna þegar hann var 10 ára. Hann útskrifaðist úr kvikmyndaskóla og vann fyrir sér með því að teikna myndasögur. Hann stofnaði Lordi árið 1992. Sveitinni gekk illa að vekja á sér athygli og fyrsta platan, Get Heavy, kom ekki út fyrr en 2002. Hún seldist hins vegar vel og nú hefur safnplata með lögum Lordi verið gefin út í um 20 löndum.

Sveitin hefur verið sökuð um að ýta undir djöfladýrkun en Lordi vísaði því alfarið á bug. „Maður þarf ekki annað en skoða texta lagsins til að skilja að það fjallar ekki um djöfulinn. „Hard rock hallelujah." Þetta er eins alvarlegt og hryllingsmyndir, þetta er skemmtun. Enginn væri svo vitlaus að velja það góða frekar en það illa; orðum það svona: Hvor er svalari, Luke Geimgengill eða Svarthöfði?"

Þegar Lordi var spurður hvort hann hefði lent í vandræðum með konur svaraði hann: „Konur lenda í vandræðum þegar þær hitta okkur. Við verjum þremur tímum í förðunarherberginu til að hafa okkur til fyrir þær."

Nánar er fjallað um þennan blaðamannafund Lordi á heimasíðunni esctoday.com

Lordi fagnar sigri.
Lordi fagnar sigri. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson