Fjórar mínútur hlaut Kvikmyndaverðlaun Þjóðkirkjunnar

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, afhendir sendiherra Þýskalands verðlaunin en hann …
Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, afhendir sendiherra Þýskalands verðlaunin en hann tók við þeim fyrir hönd aðstandenda myndarinnar.

Kvikmyndin Vier Minuten, eða Fjórar mínútur, eftir Chris Kraus hlaut Kvikmyndaverðlaun Þjóðkirkjunnar sem voru veitt í fyrsta skipti á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík 2006 í gær. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands veitti verðlaunin í lokahófi hátíðarinnar.

Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar eru veitt vandaðri kvikmynd sem fjallar um tilvistar-, siðferðis-, eða trúarlegar spurningar. Valið var milli fjórtán kvikmynda sem allar voru sýndar í flokkinum Vitranir á hátíðinni.

Vier Minuten er önnur kvikmynd leikstjórans Chris Kraus í fullri lengd. Myndin greinir frá Jenny, ungri konu sem situr í fangelsi fyrir manndráp. Hin áttræða Traude Krüger, sem kennt hefur föngum á píanó síðan 1944, uppgötvar hæfileika Jennyar sem var undrabarn í tónlist. Samband þeirra tveggja verður sérstakt og flett er ofan af atburðum úr fortíðinni. Fjórar mínútur fjallar um viljann til að nýta hæfileika sína, segir í tilkynningu vegna þessa.

Rökstuðningur dómnefndar er þessi:

,,Örlög tveggja kvenna fléttast saman í sögu sem vekur upp spurningar um tilgang lífsins, frelsi, köllun og hæfileika. Fortíð beggja geymir leyndarmál sem hafa mótað þær og fjötrað. Konurnar tengjast í tónlist sem verður vettvangur átaka og farvegur endurlausnar. Óbeislaður sköpunarkraftur og mannleg reisn birtist með áhrifamiklum hætti í eftirminnilegu lokaatriði þar sem náðargjöf fær að njóta sín til fulls. Kraftaverk endurlausnar og sigurs gerist á fjórum mínútum."

Í dómnefnd voru Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri, sem var formaður, Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, Gunnar J. Gunnarsson, lektor, og Oddný Sen, kvikmyndafræðingur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson