Bretum þykir Mirren kynþokkafyllst

Helen Mirren með eiginmanni sínum Taylor Hackford.
Helen Mirren með eiginmanni sínum Taylor Hackford. AP

Breska leikkonan Helen Mirren, sem er 61 árs, hefur verið valin kynþokkafyllsta eldri konan í skoðanakönnun sem framkvæmd var í Bretlandi. Þá þykja kvikmyndaleikkonurnar Goldie Hawn, Susan Sarandon, Charlotte Rampling og Susan Sarando einnig mjög kynþokkafullar. Þetta kemur fram á fréttavef Ananova.

Mirren hlaut nýlega Gullpálmann í Cannes fyrir túlkun sína á Elísabetu Englandsdrottningu og hefur hún lýst því yfir að hún geri nú allt til að líkjast drottningunni sem minnst. „Eftir að ég lék drottninguna reyni ég í örvæntingu að líkjast henni sem minnst. Ég vil bara að fólk horfi á mig og hugsi: Hvernig gat hún leikið drottninguna. Hún líkist henni ekki neitt. Það krefst mikillar viðleitni,” sagði hún.

Eitt þúsund þátttakendur tóku þátt í könnuninni sem framkvæmd var í Lakeside verslunarmiðstöðinni í Essex.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir