Máttu ekki drekka á sviðinu

Axl Rose, söngvari Guns N' Roses.
Axl Rose, söngvari Guns N' Roses. Reuters

Bandaríska rokksveitin Guns N' Roses aflýsti tónleikum í Portland í bandaríska ríkinu Maine eftir að embættismenn höfðu tilkynnt, að rokkararnir mættu ekki drekka áfengi á sviðinu.

Tveir eftirlitsmenn komu til að skoða undirbúning hljómleikanna en mikil blysasýning er fastur þáttur í tónleikum sveitarinnar. Stephen McCausland, talsmaður öryggismáladeildar Maine, sagði að hljómsveitarmeðlimirnir hefðu viljað drekka bjór, léttvín og Jagermeister meðan á tónleikunum stóð. Skömmu eftir að þeim var sagt að slík neysla myndi brjóta í bága við lög Maine aflýsti hljómsveitin tónleikunum.

Í tilkynningu frá talsmanni hljómsveitarinnar segir að eftirlitsmenn frá Maine-ríki hafi gert hljómsveitinni ókleift að halda tónleika af þeim gæðum, sem aðdáendur sveitarinnar ætlist til. Málið var hins vegar ekki skýrt nánar. Axl Rose, leiðtogi sveitarinnar, sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem hann biður aðdáendur Guns N' Roses í Maine velvirðingar á því að tónleikunum var aflýst en segir að tveir menn hafi gert hljómsveitinni ókleift að koma fram. Er þar vísað til eldvarnaeftirlitsmannanna tveggja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson