Lífseigri önd bjargað úr nýrri hættu

Þessi önd er ekki jafn fræg og Perky enda bara …
Þessi önd er ekki jafn fræg og Perky enda bara að vappa á tjörninni í Reykjavík. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Öndin Perky vakti heimsathygli er henni var bjargað helsærðri úr ísskáp veiðimanns af eiginkonu hans. Nú hefur Perky aftur komist í fréttirnar eftir að lífga þurfti hana við með hjartahnoði og munn-við-gogg-aðferðinni þegar hjarta hennar stoppaði á skurðarborðinu.

Dýralæknirinn David Hale framkvæmdi skurðaðgerð á öndinni til að laga sundurskotinn væng hennar er hún hætti skyndilega að anda.

Eftir spennuþrungin augnablik tókst honum að hnoða lífi í öndina á ný.

Perky er nú með spelku eða pinna í vængnum og þarf að öllum líkindum ekki að ganga í gegnum fleiri skurðaðgerðir þar sem hún virðist ekki þola svæfinguna. Hún er á batavegi.

Perky er ekki nema um hálft kílógramm að þyngd og er kvenkyns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson