Enginn Íslendingur í On the Lot

Mark Burnett, annar af framleiðendum On the Lot, stillir sér …
Mark Burnett, annar af framleiðendum On the Lot, stillir sér upp á blaðamannafundi í Los Angeles á þriðjudaginn var.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is
Þær fregnir höfðu borist frá Bandaríkjunum að Íslendingur væri á meðal þeirra sem komust í 50 manna hóp sem taka mun þátt í nýjum raunveruleikaþætti, On the Lot. Þessar fregnir hafa nú verið dregnar til baka.

„Það er enginn Íslendingur í þessum 50 manna hópi þrátt fyrir að við höfum fengið ákveðnar tilkynningar um að svo yrði," segir Björn Þórir Sigurðsson, dagskrárstjóri hjá Skjá einum. Fréttatilkynning um þátttöku Íslendingsins barst frá Skjá einum í síðustu viku, auk þess sem auglýsingar þar að lútandi hafa verið sýndar á stöðinni að undanförnu. „Það var mín ákvörðun að fara af stað með þetta áður en þetta yrði tilkynnt á blaðamannafundinum í gær [í fyrradag]. Mistökin liggja hjá mér, að hafa hlaupið til," segir Björn, en bætir við að Íslendingur hafi vissulega komið til greina, upplýsingar frá framleiðendum þáttarins hafi hins vegar verið nokkuð misvísandi. „Ég nenni ekki að fara að standa í einhverju stríði við þá þarna úti, þetta er búið og gert og við sitjum uppi með þetta. Maður var kannski svona bjartsýnn af því að Rock Star gekk vel í fyrra, og treysti á að þetta myndi virka aftur."

On the Lot er raunveruleikaþáttur sem þeir Mark Burnett og Steven Spielberg framleiða, en hann snýst um keppni milli kvikmyndagerðarmanna. Að sögn Björns stóð til að reyna að sýna þættina í beinni útsendingu, en ekkert verður af því úr því sem komið er. Þættirnir verða þó sýndir eins og upphaflega stóð til. „Svona lærir maður lexíurnar," segir Björn að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir