Bandið hans Bubba fer undir nálina: Bubbabörnum boðið upp á tattú

Vilhjálmur Örn Hallgrímsson með volduga mynd á herðablaðinu.
Vilhjálmur Örn Hallgrímsson með volduga mynd á herðablaðinu. mbl.is/Eggert

„Ég fékk mér ljónsandlit á öxlina,“ segir söngvarinn Hjálmar Már Kristinsson, keppandi í Bandinu hans Bubba.

Keppendum í Bandinu hans Bubba var boðið upp á tattú í vikunni og nýttu fjórir keppendur af sex sér tilboðið. „Þetta var í boði. Við máttum fá tattú ef við vildum, við þurftum ekki að gera þetta,“ segir Hjálmar.

Villi vældi í stólnum

Athugið að sex keppendur voru eftir vikunni, en að minnsta kosti einn datt út í þætti gærkvöldsins eftir að 24 stundir fóru í prentun. Hjálmar segir að ásetning tattúsins hafi ekki verið eins sársaukafull og hann bjóst við.

„Þetta var skárra en ég hélt,“ segir hann. „En Villi [Vilhjálmur Örn Hallgrímsson] fékk sér aftan á herðablaðið og það var víst rosalega vont. Hann öskraði og vældi.“

Bandið hans Bubba hefur notið talsverðra vinsælda á Stöð 2 í vetur, en í síðustu viku var uppsafnað áhorf á þættina rúm 26% hjá aldurshópnum 12 til 49 ára. Þátturinn er sá næstvinsælasti á Stöð 2 hjá þessum aldurshópi. Aðeins Ameríska idolið er vinsælla, sem hlýtur að vera við hæfi. atli@24stundir.is

Hjálmar Már Kristinsson með nýja tattúið.
Hjálmar Már Kristinsson með nýja tattúið. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson