Tæpum tíu milljónum úthlutað til tónlistar

Mugison.
Mugison. mbl.is/Brynjar Gauti

Kraumur, nýr sjálfstætt starfandi sjóður og starfsemi sem hefur það að markmiði að efla íslenskt tónlistarlíf, kynnti sín fyrstu verkefni og stuðning við unga íslenska tónlistarmenn og hljómsveitir í dag í æfingahúsnæði nokkurra hljómsveita að Smiðjustíg 4B í Reykjavík. Stærstu framlög Kraums til listamanna að þessu sinni fara í stuðning við Mugison, 4 milljónir, Víking Heiðar Ólafssonar, 1,5 milljónir og Amiinu, 1,2 milljónir og metnaðarfull verkefni þeirra á árinu.

Tónlistarmennirnir Elfa Rún Kristinsdóttir og Ólöf Arnalds og hljómsveitirnar Dikta, FM Belfast, Celestine og Skakkamanage (sem er ein þeirra sveita sem hafa æfingaðstöðu á Smiðjustíg 4B) hljóta jafnramt fjárhagsstuðning og ráðgjöf í tengslum við gerð nýrra hljómplatna á árinu.

Eldar Ástþórsson, framkvæmdarstjóri Kraums, kynnti einnig til leiks þrjú eigin verkefni Kraums sem sjóðurinn mun vinna að á yfirstandandi starfsári. Meðal viðstaddra við athöfnina voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennamálaráðherra og hjónin Ingibjörg Kristjánsdóttur landslagsarkitekt og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, en stofnun Kraums byggir á samþykkt stjórnar velgerðasjóð þeirra Auroru, sem fjármagnar starfsemi Kraums.

„Þetta er náttúrlega geðveikt og ég er alveg mega þakklátur fyrir þennan styrk“, segir Mugison við fréttavefinn bb.is. „Það fylgir náttúrlega klikkuð áhætta því að standa í þessari útgáfu og það eru margar milljónir í spilinu. Þessi áhætta minnkar um þessar 4 milljónir og stækkar í rauninni verkefnið.“

„Núna getum við tekið fleiri tónleika og staðið myndarlegar að þessari útgáfu. Það eykur svo aftur líkurnar á að fleiri eintök seljist af plötunni og við getum látið fyrirtækið stækka og blómstra“, segir Mugison, eða Örn Elías Guðmundsson eins og hann heitir í þjóðskrá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson