Seldi húðflúrið fyrir 18 milljónir

Það kann að hljóma undarlega en karlmaður í Sviss hefur selt þýskum safnara húðflúr af Maríu mey sem hann lét flúra á bakið á sér. Svisslendingurinn heldur húðflúrinu en mennirnir hafa komist að því samkomulagi að það verði til sýnis þrisvar sinnum á ári. Frá þessu greindi listasafn í Zurich í Sviss.

Eigandi safnsins, Jutta Nexdorf, fullyrðir að þessi allsérstæðu viðskipti séu þau fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Alls fengust 150.000 evrur (rúmar 18 milljónir kr.) fyrir húðflúrið. Í samkomulaginu kemur fram að hægt verði að fjarlægja verkið af baki mannsins þegar hann deyr og það afhent eigandanum.

Hann hefur jafnframt leyfi til að selja húðflúrið, sem er eftir belgíska listamanninn Wim Delvoye. Á myndinni sést María guðsmóðir halda á höfuðkúpu.

Söluhagnaðurinn skiptist jafnt á milli listasafnsins, Tim Steiner, sem er með húðflúrið á bakinu, og listamannsins Delvoye.

Húðflúrið verður til sýnis í fyrsta sinn í Singapore og Sjanghæ í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson