Mikill hugur í Ham

Sigurjón Kjartansson.
Sigurjón Kjartansson.

„Hljómsveitin Ham hittist á hádegisverðarfundi í síðustu viku. Það get ég staðfest,“ segir Sigurjón Kjartansson, leiðtogi Ham, og glottir við tönn. Hljómsveitin goðsagnakennda hefur haldið tónleika undanfarin ár með reglubundnum hætti en jafnan hefur langur tími liðið á milli.

Stemningin á tónleikum er í öllum tilfellum gríðarleg og jafnan er hægt að skera loftið í sundur með hníf, slík er spennan og eftirvæntingin.

„Við höfum hug á að fara að takast á við æfingar og iðkanir,“ segir Sigurjón. „Það er mikill vilji í bandinu til að gera eitthvað og m.a. langar okkur að fara að taka upp nýtt efni.“

Sigurjón segir a.m.k. spenning fyrir slíku í herbúðunum sem og tónleikum.

„Okkur langar t.d. að halda almennilega tónleika í Reykjavík. Og fleiri tónleika. Ég býst við að það yrði gigg og gigg fremur en tónleikaferðalag.“

Á síðasta ári stóð líka til að endurútgefa tímamótaverkið Hold sem átti þá tuttugu ára afmæli en þeim áætlunum var slegið á frest sökum tímaskorts.

„Ég er hins vegar með ágætis „master“ í höndunum sem við verðum að gera eitthvað með. Það er sem sagt ýmislegt sem okkur langar til að gera, bæði hvað útgáfu og spilamennsku varðar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson