Andri Snær segir aðsókn í samræmi við væntingar

Kárahnjúkar og Kringilsárrani svæði sem fór undir vatn.
Kárahnjúkar og Kringilsárrani svæði sem fór undir vatn. Þorvaldur Örn Kristmundsson

„ER þetta ekki bara nokkuð góð aðsókn“? segir Andri Snær Magnason rithöfundur, spurður hvort hann sé ánægður með að um 8.000 manns hafi séð Draumalandið á þeim tveimur vikum sem hún hefur verið í sýningu. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hvað telst góð aðsókn og hvað ekki, dómar hafa allir verið mjög jákvæðir. En ég veit ekki hvernig menning er fyrir því að fara á heimildamyndir á Íslandi.

Ég hefði talið að 8.000 manns væri góð aðsókn en auðvitað vill maður alltaf að fólk láti sig mál varða og mæti. Ég held samt að aðsóknin sé í samræmi við okkar væntingar og tel að myndin eigi eftir að malla lengi í bíóhúsum hér og erlendis. Við erum núna að velja á milli kvikmyndahátíða, eigum fullt af boðum en erum að bíða eftir besta boðinu, það borgar sig að byrja á góðum stað.“

Spurður hvort hann hafi viljað sjá meiri umræðu um myndina svarar Andri að hann hafi ekki búist við neinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson