Safna hári til að aðstoða hreinsun á Mexíkóflóa

Nonni Quest við trékassann sem er fullur af hári.
Nonni Quest við trékassann sem er fullur af hári. mbl.is/Eggert

„Ég hef lengi verið að pæla hvort það sé ekki hægt að nýta þessar afklippur sem verða til þegar fólk fer í klippingu. Það er svo mikil synd að henda þessu, þetta er náttúrulega lífrænn úrgangur sem gott væri að nýta,“ segir hárgreiðslumaðurinn Nonni Quest sem nýverið hóf ásamt starfsfólki hárgreiðslustofunnar KRISTA/Quest að safna hár-afklippum sem nota á við hreinsun eftir olíulekann á Mexíkóflóa.

Nonni segir að ef fólk gefi hár, t.d. til hárkollugerðar, þurfi það að vera ólitað og í ákveðinni lengd. Því sé ekki hægt að nota afklippurnar sem safnist venjulega fyrir á hárgreiðslustofum í það og þær fari í súginn. Nonni fór því að grennslast fyrir um hvað hægt væri að nýta afklippurnar í.

„Ég hef mikið verið að vinna í Kaliforníu og á mikið af kollegum þar. Ég sá á fésbókinni pósta frá mörgum þeirra um samtök sem heita Matter of Trust.org og þau standa fyrir söfnun á hári vegna olíulekans á Mexíkóflóa og að safna fyrir olíuleka sem gæti gerst.“

Hárið drekkur í sig olíu

Samtökin safna ekki einungis mannshárum, þau taka við flís, ull og í rauninni öllum hártegundum. Hafa samtökin komist að því að hárið sem þau nota drekkur hraðar í sig olíuna úr sjónum heldur en þau efni sem hefur verið notast við. Hárið er sett í nælonnet og úr þessu búnar til stórar pylsur sem eru settar í sjóinn. Pylsurnar koma í veg fyrir útbreiðslu og að olían nái upp í fjöru- og fenjasvæðin í ríkjunum umhverfis flóann. Nonni segir það góða við hárið að það sé hægt að þvo það og endurnýta. Fólk þvær á sér hárið vegna þess að það safnar fitu og það sama megi gera við hárið sem notað er til að safna olíu eftir olíuleka.

Bíður eftir kallinu

– Er búið að senda út íslenskt hár?

„Nei við erum búin að safna núna í rúmar þrjár vikur og erum bara í biðstöðu með að senda frá okkur hárið. Eins og er eru öll vöruhús við strandlengjuna troðfull af hári. En síðan kemur næsta umferð og þá verður haft samband við okkur og við þurfum að koma þessu út,“ segir Nonni og bætir við að einn höfuðverkurinn sé að koma hárinu út. Hann hafi verið að þreifa fyrir sér að fá hjálp til að flytja hárið út.

„Það væri vel þegið ef einhver sæi sér fært um að leggja okkur lið og hjálpa til að flytja hárið út. Þetta er nú ekki þungt, tekur bara smá-pláss. En þangað til þetta fer út þá fæ ég bara að geyma það í bílskúrnum hjá mömmu og pabba.“

Skorar á fleiri stofur

Tvær hárgreiðslustofur hafa bæst við KRISTA/Quest og safna nú hári fyrir verkefnið og hvetur Nonni sem flestar stofur á landinu til að vera með og safna hári.

„Þetta má vera hvernig hár sem er, litað, permað eða venjulegt, það þarf bara að vera hreint.“

Starfsfólk KRISTA/Quest er komið langleiðina með að fylla stóran trékassa eftir aðeins þriggja vikna söfnun. Nonni segir viðskiptavini stofunnar hafa tekið vel í söfnunina og margir þeirra hafi komið í klippingu til að gefa hár.

 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson