Jóladagatal úr gallabuxnavösum

Guðrún Árný skipti súkkulaðidagatali drengjanna út fyrir gallabuxnadagatal
Guðrún Árný skipti súkkulaðidagatali drengjanna út fyrir gallabuxnadagatal

Guðrún hefur lengi safnað buxnavösum og ætlað að gera eitthvað við þá. „Fyrir þremur árum síðan þá ætlaði ég að fara með buxur í góða hirðinn en hætti við, klippti vasana úr og henti skálmunum.“

Aðspurð hvernig hún hafi fengið hugmyndina að gera vasana að dagatali var hún ekki alveg viss. „Ég hef séð svo margskonar dagatöl og mér finnst vasar flottir. Ég tími ekki að henda buxum. Mamma gerði einu sinni bútasaumsteppi úr gallaefni og þar voru einstaka vasar, og… ég veit það ekki.“

Úr vösunum gerði Guðrún þrjú dagatöl, fyrir syni sína og eina frænku. „Skipti þessu út fyrir súkkulaðidagatölin. Ég set í þetta mola, eða lítið dót. Sambland af því sem mér dettur þetta í hug., Maður reynir kannski að stíla nammið inn á helgarnar.“

Það hefur verið mikið að gera hjá Guðrúnu að undanförnu en auk þess að kenna söng og koma reglulega fram tók hún þátt í The Voice á SkjáEinum, undirbýr útgáfu nýrrar plötu svo ekki sé minnst á að hún gengin 31 viku með sitt þriðja barn. Hún segir þetta mikla annríki vera hvatann að handavinnunni. „Þegar það er svona mikið að gera þá slappa ég af í handavinnu, það er svo róandi. Ég held ég afkasti aldrei jafn mikið og þegar ég hef ekki skapaðan tíma til að gera nokkurn skapaðan hlut!“

Guðrún Árný á lokatóni Celin Dion lagsins All By Myself …
Guðrún Árný á lokatóni Celin Dion lagsins All By Myself í The Voice Mynd: The Voice
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson