Tilbúnar poppstjörnur

Dagur Lárusson og Guðbjörg Viðja Antonsdóttir voru bæði með fjögurra stóla flutning í blindprufum sjónvarpsþáttanna The Voice Ísland sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans. Í næsta hluta þáttanna mættust þessir öflugu söngvarar í einvígi og sungu saman lagið Dog Days með Florence and the Machine.

„Þetta eru bara tilbúnar poppstjörnur hérna fyrir framan okkur, þetta var svakalegt atriði!“ sagði þjálfarinn Svala Björgvins eftir flutninginn.

Atriðið vakti mikla lukku hjá öllum þjálfurunum, sviðsframkoman ekki síður en söngurinn. Salka Sól og Svala voru báðar sammála um að sérstök og öflug rödd Viðju gæfi henni sigurinn í einvíginu. Unnsteinn Manúel, þjálfari Viðju og Dags, gat bara haldið öðru þeirra í sínu liði eftir einvígið. Hann var sammála Sölku og Svölu, Viðja hélt velli í þáttunum en Dagur þurfti að snúa heim.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson