Helgi Björns stelur

Þórdís Imsland og Valgerður Þorsteinsdóttir mættust í söng-einvígi í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans. Saman sungu þær lagið Shake it out með Florence and the Machine, valið af þjálfaranum þeirra Svölu Björgvins.

Lagið er ekki það auðveldasta viðureignar og að Svölu sögn þarf mikla hæfileika til að syngja það vel, nokkuð sem hún efaðist ekki um að stöllurnar byggju yfir. Þar hafði hún rétt fyrir sér, Valgerður og Þórdís gerðu laginu góð skil og gott betur en það, atriðið var einn af hápunktum síðasta þáttar og hnífjafnt.

„Ég er svo stolt af ykkur, ég get varla talað,“ sagði Svala sem þurfti að velja hvor söngkonan héldi sæti í hennar liði. „Ég væri til í að fá skriflegt leyfi frá einhverjum svo ég gæti tekið þær báðar með mér í næstu lotu því ég vil ekki stía þeim í sundur og velja á milli, ég vil halda þeim báðum. Það er hræðilegt að gera þetta. Ég held ég verði að fylgja innsæinu, önnur kveikti í mér núna, það var Þórdís.“

Ég vinn þig bara í úrslitunum

Eftir einvígið hafa hinir þjálfararnir möguleika á að stela keppendum sem tapa yfir í sitt lið. Tíminn leið og Valgerður sneri sér við til að ganga niður af sviðinu þegar Helgi Björns sló á takkann á stólnum sínum til merkis um að hann ætli að stela Valgerði. „Mér líst rosalega vel á Valgerði, hún hefur sál, rosalega mikla tilfinningu og líka flottan blæ á röddinni, þetta var mjög vel gert í dag og ég held að ég geti gert fullt með henni.“

Þegar Valgerður var komin niður af sviðinu hitti hún Þórdísi baksviðs, faðmaði hana og sagði „ég vinn þig bara í úrslitunum!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson