Hjón til 70 ára kvöddu heiminn saman

Helen og Kenneth Felumlee
Helen og Kenneth Felumlee Mynd/AP

Bandarísk hjón sem höfðu verið gift í 70 ár kvöddu heiminn fyrr í þessum mánuði, með aðeins 15 klukkustunda millibili. Afkomendur þeirra segja þetta ekki koma þeim á óvart, enda hafi þau aldrei getað verið án hvors annars. 

Stálust til þess að gifta sig

Hjónin Helen og Kenneth Felumlee kynntust sem táningar. Árið 1944, þegar þau voru enn aðeins táningar héldu þau í leyni niður í dómshús heimabæjar síns til þess að gifta sig. Þau héldu brúðkaupinu leyndu fyrir ættingjum í nokkrar vikur enda voru þau samkvæmt lögum á þeim tíma of ung til þess að mega gifta sig. 

Kenneth vann lengst af sem póstburðarmaður á meðan Helen var húsmóðir. Þau hjónin eignuðust alls átta börn, og eiga nú 23 barnabörn og 43 barnabarnabörn. Fjölskylda hjónanna segir það hafa lagst þungt á Kenneth þegar Helen var lögð inn á spítala í apríl á þessu ári. „Þau höfðu snætt saman morgunverð og haldist í hendur í meira en sjötíu ár, auðvitað var það erfitt fyrir hann að sjá heilsu hennar hraka.“ Þann 12 apríl sl. lést Helen. Fjölskylda þeirra segir að aðeins örfáum klukkustundum síðar hafi Kenneth sýnt merki um vanlíðan og 15 klukkustundum á eftir eiginkonu sinni, yfirgaf Kenneth heiminn. 

„Við vissum alltaf að þau myndu yfirgefa heiminn saman,“ sagði Linda Cody, dóttir hjónanna. „Þau gátu aldrei án hvors annars verið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson