53,4% Íra höfnuðu ESB-samningi

Reuters

Samkvæmt niðurstöðu úr þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi í gær höfnuðu 53,4% þátttakenda Lissabonsamningnum svonefnda, sem átti að koma í stað stjórnarskrár Evrópusambandsins. 46,6% vildu samþykkja sáttmálann. Frönsk og þýsk stjórnvöld harma niðurstöðuna í sameiginlegri yfirlýsingu.

Írland var eina aðildarríki ESB þar sem samningurinn var lagður undir þjóðaratkvæði. Niðurstaðan þar þýðir, að samningurinn nær ekki fram að ganga. 

Haldinn verður leiðtogafundur Evrópusambandsins í næstu viku þar sem rætt verður hvernig bregðast eigi við. Lissabonsáttmálanum var ætlað að gera stjórnkerfi ESB skilvirkara en þar var m.a. gert ráð fyrir sérstökum forseta sambandsins.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert