Loftskeytaárásum verður svarað

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.

Ehud Olmert, fráfarandi forsætisráðherra Ísraels, hét því í dag að frekari flugskeytaárásum Hamasliða frá Gaza á Ísraelsríki yrði svarað af hörku. 

„Haldi eldflaugaárásir frá Gaza áfram munum við bregðast við af hörku, svo mikilli að hryðjuverkasamtökunum mun skiljast að Ísrael er ekki tilbúið til að sætta sig við þetta,“ sagði Olmert við upphaf ríkisstjórnarfundar.

Hann sagði að ellefu eldflaugum hafi verið skotið á suðurhluta Ísraels undir lok síðustu viku. Daginn áður hafði sjö eldflaugum verið skotið á landið. Enginn þeirra olli manntjóni en ein lenti á mannlausri skólabyggingu. 

Bæði Ísraelsmenn og Hamasliðar hafa brotið gegn vopnahléssamkomulaginu sem var gert 18. janúar til að binda endi á 22 daga herför Ísraelsmanna um Gaza. Í þeim átökum féllu 1.300 palestínumenn og þrettán Ísraelar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert