Krefst þess að Brown biðjist afsökunar

David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins.
David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Reuters

David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur farið fram á það að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, biðjist afsökunar á tölvupóstum, sem ráðgjafi Browns sendi, þar sem rætt er um að rægja íhaldsmenn.

Cameron er sagður vera öskureiður og þá vill hann að Brown tryggi það að að svona samskipti muni ekki endurtaka sig.

Ráðgjafinn Damien McBride lét af störfum eftir að tölvupóstarnir, þar sem hann talar um Cameron og George Osborne, sem er ráðherra í skuggaráðuneytinu, litu dagsins ljós.

Því hefur verið haldið fram að Brown hafi ekki haft neina vitneskju um tölvupóstssendingarnar.

Þingmenn hafa hins vegar farið fram á að málið verði rannsakað í þaula.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert