Ekki refsað fyrir pyntingar

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur fullvissað starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar CIA um að þeir verði ekki sóttir til saka fyrir að beita harkalegum yfirheyrsluaðferðum sem embættismenn í forsetatíð George W. Bush höfðu heimilað. Obama hafði áður bannað yfirheyrsluaðferðirnar og sagt að þær jafngiltu pyntingum.

Obama birti í dag minnisblöð þar sem lögfræðilegir ráðgjafar Bush lýstu aðferðum, sem leyniþjónustumönnum væri heimilt að beita þegar þeir yfirheyrðu fanga sem grunaðir væru um aðild að hryðjuverkastarfsemi. Lögfræðingarnir sögðu að aðferðirnar jafngiltu ekki pyntingum þar sem þær yllu ekki miklum andlegum eða líkamlegum þjáningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert