Rúmenar yfirgefa N-Írland

Rúmensk börn á flótta í Belfast
Rúmensk börn á flótta í Belfast Reuters

Hundrað Rúmenar sem yfirgáfu heimili sín í Belfast á Norður-Írlandi vegna ofsókna á hendur þeim í síðustu viku hafa ákveðið að snú aftur til Rúmaníu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Margaret Ritchie, ráðherra félags og þróunarmála, segir 25 úr hópnum þegar hafa yfirgefið Norður-Írland og að 75 til viðbótar hafi ákveðið að snúa aftur til Rúmeníu,. Fjórtán hyggist hins vegar dvelja áfram í Bretlandi. 

Fólkið, sem allt er af sígaunaættum, hefur dvalið í kirkjunni City Church frá því í síðustu viku. Skemmdarverk voru unnin á kirkjunni í gærkvöldi og hafa þrír karlar verið handteknir vegna þess. 

„Þegar ég kom í morgun voru allir gluggar á jarðhæð kirkjunnar okkar brotnir og glerið í aðalhurðinni var líka brotið,” segir presturinn Malcolm Morgan. „Það lágu steinar á jörðinni bæði fyrir innan og utan og það voru augljóslega  glerbrot um allt. Það er auðvelt að draga þá ályktun að þetta séu viðbrögð einhvers við viðbrögðum okkar við vanda Rúmenanna, en það er bara ágiskun. Við fögnum því að geta lagt okkar að mörkum fyrir Rúmenana og þessir brotnu gluggar stöðva okkur ekki.” 

Ritchie segir að greitt verði fyrir ferðir fólksins til Rúmeníu úr neyðarsjóðum.  Þá segir hún málið allt vera hið sorglegasta. „Framkoma þessara huglausu rudda er í hrópandi ósamræmi við þá miklu hlýju og gjafmildi sem íbúar Belfast hafa sýnt Rúmenunum í erfiðleikum þeirra,” segir hún. „Samfélag kirkjunnar var fyrst til að rétta framvinahönd og það gerir það enn skammarlegra að á kirkjuna skuli hafa verið ráðist.” 

Tveir fimmtán og sextán ára piltar hafa verið ákærðir fyrir ofsóknir á hendur Rúmenum á Belgravia Avenue í suðurhluta Belfast í síðustu viku. Þá er 21 ára karlmaður í haldi lögreglu vegna árásarinnar.

Tveir sextán og sautján ára piltar voru einnig handteknir í borginni í nótt sakaðir um ógnanir í garð útlendinga.

Flóttafólk kemur til Ozone Leisure miðstöðvarinnar í Austur Belfast
Flóttafólk kemur til Ozone Leisure miðstöðvarinnar í Austur Belfast Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert