Tjón á finnskum herflugvélum

Flugvélar á flugvellinum í Köln í morgun. Völlurinn var lokaður …
Flugvélar á flugvellinum í Köln í morgun. Völlurinn var lokaður eins og flestir evrópskir flugvellir. Reuters

Tjón varð á finnskum herflugvélum, sem flugu gegnum gjóskuskýið frá Eyjafjallajökli.  Finnski flugherinn sagði í dag að skýið gæti haft veruleg áhrif á flugvélar. 

Um var að ræða F-18 Hornet orrustuþotur, sem voru í æfingarflugi yfir norðurhluta Finnlands í gærmorgun áður en lofthelgi Finnlands var lokað. Í ljós kom síðar, að afar smákornótt eldfjallaaska var í hreyflum vélanna.

Myndir, sem teknar voru af hreyflunum, sýndu að hitinn í þeim, sem nálgast 1000°C , hefði brætt öskuna inni í vélinni og lokað fyrir loftræstiop. Það leiddi til þess að vélarhlutar ofhitnuðu.

Ljóst er að skipta þarf um hluta af hreyflunum í vélinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert