Urðu að fresta fyrsta fluginu milli London og Bagdad

Flugvélar á Heathrow flugvelli.
Flugvélar á Heathrow flugvelli. Reuters

Öskuskýið frá Eyjafjallajökli varð til þess, að fresta varð fyrirhuguðu farþegaflugi milli Lundúna og Bagdad í Írak. Ekki hefur verið flogið milli Englands og Íraks í 20 ár.

Flugvél frá Iraqi Airways átti að fara frá Bagdad til Lundúna með viðkomu í Malmö í Svíþjóð. Ekkert hefur verið flogið milli landanna frá því Sameinuðu þjóðirnar samþykktu að beita Íraka  viðskiptaþvingunum árið 1990 eftir að þeir réðust inn í Kúveit.   

Talsmaður íraska samgönguráðuneytisins sagði að fresta hefði þurft fluginu í dag vegna eldgossins á Íslandi. Reynt verður aftur á morgun eða sunnudag.  

Amer Abduljabbar Ismail, samgönguráðherra Íraks, ætlaði að vera með í fluginu  auk erlendra og íraskra farþega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert