Ráðherraráðið ræðir flugbannið

Ekkert lát er á gosinu frá Eyjafjallajökli.
Ekkert lát er á gosinu frá Eyjafjallajökli. Kristinn Ingvarsson

Á símafundi evrópskra flugmálayfirvalda sem haldinn var í morgun var ákveðið að þróa aðferðafræði sem gæti gert kleift að opna evrópskt loftrými án þess að ógna flugöryggi á nokkurn hátt. Búist er við að þessi áætlun verði rædd á ráðaherrafundi síðdegis og ef hún hlýtur samþykki þeirra gæti flugumferð hafist að nýju í Evrópu - þó með nokkrum takmörkunum - frá og með morgundeginum.

Um er að ræða að minni og færri svæði verða lokuð fyrir flugumferð. Þau svæði sem verða alveg lokuð verða skilgreind í kringum miðnætti í kvöld.

Flugmálayfirvöld í Evrópu sögðu eftir fund í gær að vonast væri eftir að 50% af öllu flugi í dag yrði samkvæmt áætlun. Á vef BBC segir að 30% af öllu flugi sé á áætlun.

Á þessari síðu má sjá flugumferð í Evrópu en hún hefur ekki verið mikið síðustu daga.

http://www.flightradar24.com/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert