Skutu órangútan með haglabyssu

Órangúti fær læknisaðstoð en hann hafði verið skotinn með haglabyssu. …
Órangúti fær læknisaðstoð en hann hafði verið skotinn með haglabyssu. Týna þurfti mörg högl úr dýrinu. AFP

Bjarga tókst lífi órangútans sem hafði verið skotinn með haglabyssu í friðlandi órangútana á Súmötru í Indónesíu. Órangútaninn fannst slasaður í gær en í dag var hann kominn undir læknishendur. 

Í friðlandinu eiga órangútanar athvarf en þeim hefur flestum verið bjargað úr nágrenninu, m.a. af pálmaolíuökrum. Um 280 órangútanar hafa dvalið þar í gegnum tíðina og um 200 þeirra hefur verið sleppt út í villta náttúru að nýju.

Þeim stafar mest ógn af veiðiþjófum og fólki sem vill fanga þá og hafa þá sem gæludýr. Órangútanar eru í mikilli útrýmingarhættu. Þeim fækkar hratt. Búsvæði þeirra hafa verið brotin undir landbúnað og því hefur verulega þrengt að þeim á Súmötru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert